Þar sem Loecker vill ekki samþykkja þetta annaðhvort vegna þess að hann sé að hefna sín á mér útaf einhverju eða hann haldi að þetta sé c/p en ef það er eikker fjölmiðill með þetta eins og ég skrifaði þetta þá endilega láta mig vita því þá er sá fjölmiðill að stela þessu af mér.
En þetta er á spjallborðinu á Val.is þar sem ég sendi þetta inn þar, en þar er ég með nickið nesi.
Þið getið spurt einhvern háttsettann á heimasíðu Vals hvort að manneskjan sem sendi þetta inn þar sé ekki fædd 92.
Jæja ég fór á báða leikina og ákvað að skrifa eikkað örlítið um þá.
Í fyrri leiknum þá skoruðu Valsarar 8 mörk áður en H.C. Tblishi náðu 1 marki og í stöðunni 8:0 var leikurinn nánast gulltryggður.
Í hálfleik var staðan 27:4 fyrir Val.
Ég hefði frekar sleppt því að mæta í seinni hálfleikinn sem leikmaður H.C. Tblishi og taka við sekt sem því fylgir bara vegna skammar.
En H.C. Tblishi kom aftur í seinni hálfleikinn og tókst að bæta við 11 mörkum í honum meðan Val tókst að bæta við 24 mörkum.
Valsarar skoruðu 3,4 mörk fyrir hvert mark sem H.C. Tblishi skoraði.
Mörk Vals skiptust svona:
Fannar Friðgeirsson 12
Baldvin Þorsteinsson 10
Mohamdi Bavou Loutoufi 9
Atli Steinþórsson 5
Kristján Karlsson 4
Davíð Höskuldsson 4
Sigurður Eggertsson 3
Þórir Júlíusson 1
Hjalti Pálmason 1
Kristinn Guðmundsson 1
Ægir Hrafn Jónsson 1
og Pálmar Pétursson varði 22 skot.
Seinni leikur liðanna fór fram daginn eftir í Laugardalshöllinni og fyrstu 5 mínúturnar í seinni leiknum voru skemmtilegri en allur fyrri leikurinn þar sem það var smá barátta hjá H.C. Tblishi.
Eftir um það bil 4 mínútur skoraðu Valsmenn fyrsta mark leiksins en H.C. Tblishi jafnaði og komst aldrei í leiknum nær Völsurum en í stöðunni 1:1
En lokatölur seinni leiksins urðu 47:13 fyrir Val og Valur vann því samtals 98:28
Hræðilegt fyrir H.C. Tblishi að fá á sig 98 mörk í tvem leikjum.
Valur mætir Sjundea frá Finnlandi í 2 umferð.
2 markahæstu menn Vals í seinni leik liðanna voru Davíð Höskuldsson með 8 mörk og FannarFriðgeirsson með 7 mörk.