Valur og HK mætast í fyrsta leiknum
Valur og HK mætast í upphafsleik 1. deildar karla í handknattleik, DHL-deildarinnar, þriðjudaginn 20. september. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni en Valsmenn spila heimaleiki sína þar í vetur þar sem byggingaframkvæmdir standa yfir að Hlíðarenda. Leikjadagskrá deildarinnar var gefin út í gær.
Fjórtán lið leika í deildinni í vetur og átta þau efstu tryggja sér sæti í efstu deild tímabilið 2006-2007.
Aðrir leikir í fyrstu umferðinni fara fram miðvikudagskvöldið 21. september og þeir eru eftirtaldir:
Stjarnan - Selfoss
Fram - Haukar
Fylkir - Víkingur/Fjölnir
FH - Afturelding
KA - Þór
ÍBV - ÍR
Í annarri umferð deildarinnar, 24.-25. september, mætast síðan HK - ÍBV, Þór - Stjarnan, Afturelding - Selfoss, ÍR - KA, Víkingur/Fjölnir - Valur, FH - Fram og Haukar - Fylkir.
Leikið verður samfellt til 17. desember en þá verður gert hlé á deildinni til 8. febrúar vegna Evrópukeppninnar í Sviss. Deildakeppninni lýkur síðan 29. apríl 2006.
tekið af
mbl.is