Haukarmæta:
Gorenje Velenje
Århus gf
Merano
Haukar
—-
Haukar mæta Gorenje Velenje frá Slóveníu, Århus GF frá Danmörku og Merano frá Ítalíu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik - svo framarlega sem þeir ná að sigra Berchem frá Lúxemborg í forkeppninni í byrjun september.

Með Århus GF leikur Sturla Ásgeirsson, fyrrum leikmaður ÍR, en Róbert Gunnarsson er farinn frá félaginu til Gummersbach.

Alls taka 32 lið þátt í riðlakeppninni og þeim er skipt í 8 riðla. Haukar verða í C-riðli en í A-riðlinum gæti orðið slagur íslenskra þjálfara. Takist Bregenz, liði Dags Sigurðssonar, að slá út Novi Sad frá Serbíu-Svartfjallalandi í forkeppninni fer það í riðil með lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg, ásamt franska stórliðinu Montpellier og rússneska liðinu Chehovski.

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real verða í riðli með Veszprém frá Ungverjalandi, Tatran Presov frá Slóvakíu og annaðhvort Besiktas frá Tyrklandi eða Dinamo Búkarest.

Tekið af Mbl.is