Kvennaliði Vals hefur bæst liðsauki fyir næsta leiktímabil. Alla Gokorian er komin á Hlíðarenda ásamt einni efnilegustu handboltakonu landsins, Rebekku Skúladóttir en hún var í ÍR.
Alla á eftir að styrkja Valsliðið til muna. Alla, sem hóf einmitt ferilinn hér á landi á hlíðarenda, hefur um árabil ein sterkasta handboltakona landsins, en eftir að hún fór frá Val þá spilaði hún með Gróttu/KR en síðan fór hún út í Eyjar og spilaði með ÍBV.
Rebekka Skúladóttir er þrátt fyrir ungan aldur farin að vekja talsverða athygli þeirra sem fylgjast vel með kvennahandboltanum, en hún er systir landsliðskvennana Hrafnhildar, Drífu og Dagnýjar Skúladætra. Rebekka sem spilar í vinstra horninu, er án efa ein efnilegasta handboltakona Íslands og hefur þegat spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.
Kvennalið Vals verður nokkuð sterkt á næsta leiktímabili, því auk Öllu og Rebekku hefur Valsliðið endurheimt fyrirliðann Sigurlaugu Rúnarsdóttur, Drífu Skúladóttur, Kolbrúnu Franklín, Hafdísi Hinriksdóttur og Eygló Jónsdóttir er komin heim eftir dvöl í Víkinni.
Ég spái því að næstu deildarmeistarar verði Valu