Ég vill benda öllum hugurum á að það verða handbolta æfingar í sumar.
Æfingarnar eru á vegum Ungmennafélagsins Bifröst/Stafholtsstungur.
Þjálfari verður Bragi Rúnar Axelsson, en hann þjálfaði fyrir stuttu 14.ára og yngri landsliðið, hann spilaði með Fram á seinasta Reykjavíkurmóti en hann hefur spilað með Arnóri Atla og fleiri snillingum úr KA.
Æfingarnar verða í Borgarnesi, svo þetta er svona meira fyrir Borgfyrðinga, nánar tiltekið í íþróttasalnum í sundlaugarhúsinu, auðvitað.
Því miður hefur ekki verið nógu góð mæting á síðan æfingarnar byrjuðu eða þann 7.júní það hafa verið svona 4-5 á hverri æfingu.
Æfingarnar verða frá klukkan 18:00 til 19:00.
Ég hvet alla til að mæta þar sem handbolti er skemmtilegur og Bragi er góður þjálfari.
Myndin hér til hliðar er af þjálfaranum.