Ólafur Víðir Ólafsson genginn til liðs við ÍBV
Ólafur Víðir Ólafsson sem leikið hefur með HK undanfarin ár hefur ákveðið að leika með ÍBV á komandi tímabili. Ólafur er 21 árs og er gríðarlega öflugur miðjumaður og hefur m.a. verið að komast inn í A landsliðið undir stjórn Viggóar. Við væntum mikils af Ólafi og bjóðum hann velkominn í ÍBV.