Ákveðið hefur verið að slíta samstarfi Gróttu og KR í meistaraflokki karla og kvenna í handknattleik. Þetta var samþykkt á fundi aðalstjórnar Gróttu í vikunni.
Þar var einnig lagt til að byggt yrði upp undir nafni Gróttu einnar á Seltjarnarnesi. 9 fundarmenn mæltu með að slíta samstarfinu. Tveir voru á móti og einn sat hjá.