Mér finst þetta áhugamál hafa verið dautt síðan kristinn18 var bannaður…á þeim tímum var ég og hann á fullu með greinar og annað slíkt og vorum virkir hér inni…Þá áhvað einhver að banna hann fyrir litlar sakir miðað við refsinguna og eg hætti eilla með honum/nennti þessu ekki einn á þeim tíma. Ég myndi leggja til að hann verði tekin í sátt eða þá að það verði kosning meðal ofurhuganna á handbolti um að fá hann aftur. Nóg um það og ætla ég að koma mér að efninu. Mér finst skelfilegt að sjá Val í þessu ástandi þeir eru ekki sjón að sjá frá því í fyrra og tapa gegn liðum eins og gróttu kr og Þór. Reyndar er grótta kr ágætis lið en Valur á að vera betri. Við höfum átt einn mjög góðan leik og það var á móti ÍR en annars hafa þetta verið slakir leikir, reyndar má það telja þeim það til vorkunnar að hafa átt við meiðsli að stríða en ef að þeir komast ekki í undanúrslitin þá verð ég ekki sáttur við þetta því að við erum svo miklu betri en þetta og finst mér þetta eiginlega sorglegt mál. Einnig finst mér alveg ótrúlegt hvað fótboltin er altaf aðal. Við kaupum menn þar en seljum/gefum frá okkur í handboltanum og kaupum svo lélegri menn á minni pening í staðin. Í fótboltanum kaupum við og kaupum. Ég veit að þetta er aðskilið hjá val en það er kanski spurningin að setja smá fjármagn í handboltan því þar erum við góðir annað en í fótbolta. Mér finst að við þurfum að sætta okkur við þessar staðreyndir og reyna frekar að halda handboltanum uppi í staðin fyrir að spreða í fótboltan því við erum bara lame þar.

Þessi orð læt ég sem held með Val í hand og fótbolta og hef haldið með þeim frá því að ég var 3 ára polli öskrandi áfram valur á fót og handbolta leikjum.