Hefur einhver tekið eftir því að ef maður ætlar að kynna sér handbolta þá er það einungis hægt með því að spurja einhvern sem þekkir efnið vel? Ég hef aldrei séð síðu sem útskýrir handbolta eða helstu leikkerfi. Ég æfi sjálfur og þekki þetta býsna vel held ég bara, en ef að ég er í vafa þá get ég ekki bara farið á hsi.is eða handbolti.go.is því þar er bara um stöðu í deildinni og eitthvað. Þetta þyrfti að laga að mínu mati, og mér finnst að nú eigi einhver virkur á þessu áhugamáli að stofna bara kasmir síðu eða eikkað um handbolta eins og hann leggur sig. Ekki endilega bara um KA og Hauka eða eitthvað þannig, heldur frekar um hvernig handbolti er spilaður og uppruna hans. Eflaust á einhver eftir að vera voða hneikslaður á þvi að ég geri þetta bara ekki sjálfur en ástæðan fyrir því er að ég veit ekkert nóg um þetta finnst mér.


p.s. ef þetta er bara bull og það er til síða um handbolta má alveg láta vita