Tilbreytingu, takk !!!
Það er nú spurningin. Haukar, Valur og KA hafa verið sterkust undanfarin ár í karladeildinni, en hvernig verður það í ár ? Ætli að hin liðin í deildinni nái titli ? Ég vona að lið eins og FH, Selfoss eða HK nái titlinum og hafi smá tilbreytingu.Það eru fín lið sem spila vel. Ég vona að eitt af þeim liðum nái í úrslit. FH : KA yrði skemmtilegur leikur. Ég nenni ekki að horfa á sömu leikina aftur og aftur, þið vitið. Haukar : KA, Valur : KA og Valur : Haukar, eins og það var í fyrra. Það yrði góð tilbreyting ef að FH, HK eða Selfoss ynni titilinn í þetta skiptið í staðinn fyrir Hauka, Val eða KA. Ég er sjálfur FH-ingur og er stoltur af gullaldarárum FH. Það er kominn tími til að FH vinni, Selfoss eru ekki búnir að vinna ennþá og HK, liðið sem urðu bikarmeistarar 2003, verða að fara að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Vona að næsta tímabil verði skemmtilegra en það síðasta.