Búið er að ráða nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk HK í handbolta og er það, Lithái að nafni Miglius Astraukas, og mun hann þjálfa liðið næstu tvö árin með möguleika á framlengingu til lengri tíma. Hann er 36 ára gamall og hefur þjálfað lið í efstu deild í Litháen undanfarin 4 ár. Einnig hefur hann verið aðstoðarþjálfari Litháenska landsliðsins. Ásamt því að þjálfa meistarflokk mun hann vera með sérþjálfun fyrir yngri flokka félagsins.
ÁFRAM HK!!!