Jæja nú unnu KA það mikla afrek að verða bikarmeistarar og vill byrja á að óska þeim til hamingju með þetta. Ég sem mikill KA maður er mjög stoltur af þeim. Ég var að skoða mynd af liðinu á www.ka-sport.is um daginn og fór að pæla hvað margir af þeim eru ekki í öðrum flokki af þeim sem voru að spila bikarleikinn. Það voru aðeins.
Hafþór markmaður, Andrius Stelmokas, Jónantan Magnússon, Sævar Árna, Þorvaldur Þorvaldsson, Bjartur Máni og Hans Hreinsson. Ég held að þetta séu allir. Restin eru í öðrum flokki. Ef þið pælið í því tapaði Fram eiginlega fyrir hálfum öðrum flokki KA og svona hálfum meistaraflokki. Ekki slæmt miðað við hvað þeir eru ungir.
Eins og margir vita hefur Jóhannes Bjarnason alað flesta þessa stráka upp og eru því hreinræktaðir KA menn ;).

En ef ég litið er á leikinn sjálfan þá gat maður séð frá byrjun hverjir það voru sem langaði virkilega að vinna þennan leik. KA komu strax grimmir til leiks og ætluðu að berjast frá 1 mínútu leiks til enda. Það gekk. Það sást líka að Fram hafði ekkert sterkari vörn eða meiri markvörslu en KA. Það var frekar KA sem var með sterkari vörn og voru líka með meiri markvörslu. Þeir spiluðu hraða sókn til að reyna opna vörn Framara og það gekk. En mér persónulega fannst ekki séns fyrir Framara frá fyrstu mínútu.

En með svona leik eins og þeir spiluðu þarna þá er ekki séns að neitt lið á Íslandi geti unnið okkur KA menn. Svo vill ég minna á næsta leik KA á Sunnudaginn 7 Mars og mér finnst að allir, ekki bara KA menn heldur bara allir Akureyringar ættu að mæta og styðja við bakið á KA mönnum gengn Haukum. BARA ALLIR MÆTA Á LEIKINN. VILL KA HEIMILIÐ. Ég veit ég er bjartsýnn en maður á alltaf að vera það.

Hef ekki mikið meira að segja og bara ÁFRAM KA.

Kveðja Chandler Bing

P.S. Allir að kíkja á www.ka-sport.is og líka www.folk.is/ka-sport
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.