Það er alltaf mjög auðvelt að skella allri skuldini á dómara leiksins en þetta er samt ekki það einfalt. Hvað með öll færin sem við vorum að klúðra ?
- Fyrstu 3 dauðafæri Guðjóns voru varin
- Dagur með 2-3 alveg fáránleg skot og Patti með 1-2 þannig
Bara þarna eru komin 6-8 færi sem hefðu átt að skila mörkum og þá sigur í leiknum. Þetta er bara þannig að þarna voru allt of mikið af mistökum hjá okkur, bæði í vörn (var t.d. ekkert til sem ég vörn meirihluta seinni hálfleiks) sókn og líka hjá þjálfara liðsins. Það er t.d. spurning af hverju Gummi tekur ekki leikhlé þegar við erum 3-4 á móti 6 og reynir að róa þetta aðeins niður, hann er samt þjálfarinn ekki ég þannig að ég get lítið sagt.
Ég er samt búinn að vera að spá í ýmsu eftir leikinn í gær, vil byrja á því að hrósa Snorra fyrir að standa sig alveg hreint frábærlega í sókn og það var gaman að sjá hann taka á skarið. Ekki auðvelt að vera ungur í liðinu, spilandi í þessari höll og taka þessi skot eins vel og hann gerði! Einar Örn var að skila sínu en hann small samt ekki í gang fyrr en leikurinn var eiginlega tapaður sem var bara of seint. Það fór samt ekkert á milli mála að okkur vantar einhvern sem getur skotið úr vinstri skyttuni, bæði Garcia og Dagur voru að skila boltanum vel frá sér, áttu góðar línusendingar en það vantar alveg að það sé stokkið upp og skotið þarna megin.
Svo er það vörnin, langar svolítið að fá ykkar álit á einu. Mér fannst Fúsi og Garcia ná jafnvel betur saman í vörnini en Fúsi og Rúnar. Hvað finnst ykkur um það ?
Svo er það bara leikurinn á eftir, þurfum öll þau stig sem eftir eru !<br><br>—————————————-
Beau_Vinna & Beaucoup á irc
—————————————-
Hugsa fyrst… skrifa svo…