Haukar urðu Deildarmeistarar á sunnudaginn 30. mars 2003. Þetta var frekar góður leikur þar sem þeir svartklæddu voru svo sannarlega í sviðsljósinu.
En Haukastrákarnir okkar létu það ekki á sig fá og unnu sannfærandi sigur 28 - 26 og urðu því Deildarmeistarar. Þeir mæta fram í 8-liða úrslitum 8. apríl 2003 á Ásvöllum kl. 20:00 það verður spennandi leikur þar sem þeir jú hjálpuðu okkur nokkuð að verða Deildarmeistarar þegar þeir kjöldrógu valsmenn í næst síðustu umferðinni :)
En Haukar eru Deildarmeistarar og þá er einn dolla komin og ein eftir sem mér sýnist að verði komin í skápinn okkar í endann apríl :)
Áfram Haukar!!!