Nauðsynlegt
Ég held að flestir séu að komast að sömu niðurstöðu í afstöðu sinni til svokallaðrar úrslitakeppni. Margir hafa tjáð sig um þetta keppnisfyrirkomulag og telja það ekki vera það sem ætti að vera en aðrir hafa bent á marga þá jákvæðu þætti sem fylgja þessari litlu keppni. Þessi litla og stutta keppni hefur of mikið vægi og ættu skynsamir menn að fara að breyta þessu og því fyrr sem menn viðkenna þær staðreyndir um hvernig þetta er búið að fara með greinina í heild sinni þá ætti sú einfala niðurstaða að vera það afgerandi að auðvelt ætti að vera að breyta og fara í það eðlilega keppnisfyrirkomulag sem er í öðrum löndum hér í kringum okkur í þessari íþróttagrein.