Þvílík skemmtun!
Ótrúlega spennandi að horfa á þetta. Ágætis leikur hjá Íslandi í dag. Gaman að sjá flesta í liðinu koma með góð framtök. Róbert kom sterkur inn og skoraði mikilvæg mörk, Siggi Bjarna skoraði mark á mikilvægum tíma, Dagur stóð sig vel og Patti tók leikinn í sínar hendur á einum leikkaflanum.
Reyndar langaði mig að hrósa patta. Snemma í leiknum sneri hann sig greinilega á ökkla, ekki illa en nóg þó þannig að sumir hefðu ekki haldið áfram. Patti hinsvegar píndi sig áfram. Oft finna menn minna fyrir svona ökklameiðslum í hita leiksins en þð sást samt þegar hann skokkaði, það var smá hökkt í honum og svo sér maður líka í lendingunum eða þegar menn eru að kúpla sig niður. Það sást greinilega að Patti var að hlífa sér þar.
Ég tala af reynlu í þessum málum, sneri of oft á mér ökklann í körfunni í gamla daga og veit hvernig þetta er. Patti fékk sjálfsagt góða kælingu á ökklann eftir leikinn og vonandi að þetta hái honum ekki gegn Spánverjum.
Ég gæti svo auðvitað verið að bulla en er nokkuð viss um þetta. Patti fær two thumbs up hjá mér!!