Ísland hafnaði í öðru sæti í B-riðli á HM í handknattleik eftir tap gegn Þjóðverjum 34-29. Þrátt fyrir fimm marka mun í lokin var síðari hálfleikur lengst af æsispennandi. Um tíma tókst Íslendingum að vinna upp 5 marka forskot Þjóðverja og komast yfir en þýska liðið sigldi fram úr á lokamínútunum.
Ólafur Stefánsson var markhæstur okkar manna með 10 mörk. Guðmundur Hrafnkelsson átti frábæran leik í markinu.
Við fáum svo Spánverja og Pólverja<br><br>Kveðja,
SlimShady