Mikil gróska? Jájá, það gæti verið rétt. En handbolti er samt sem áður ekki vinsæll almennt í heiminum. Auknar vinsældir handbolta er ekki á kostnað fótboltans, heldur er það frekar á kostnað körfuboltans frekar en eitthvað annað.
Allaveganna, þá er CM gerður af Englendingum. Englendingar vita ekki muninn á handbolta og körfubolta. Síðan held ég að CM í handbolta mundi aldrei seljast nógu mikið og mundi líkast til aldrei verða neitt annað en asnalegur. Plús það að hann yrði aldrei gefinn út.
Ef þú segir að það sé svona mikil gróska í handbolta hvers vegna er þá ekki til neinn handboltaleikur í tölvu?