Tveir leikir voru á dagskrá Esso deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding tók á móti KA-mönnum í Mosfellsbæ og varð niðurstaðan jafntefli, 22-22. Þá valtaði ÍR yfir ÍBV, 37-20. Einnig voru fimm leikir á dagskrá kvennadeildarinnar, þar sem jafntefli varð niðurstaðan í tveimur.

Í Mosfellsbænum skoraði Bjarki Sigurðsson helming marka Aftureldingar; alls 11 talsins, en Andrius Stelmokas var markahæstur KA-manna með 6 mörk. Í leik ÍR og ÍBV skoraði Einar Hólmgeirsson 8 marka ÍR-inga, en hlutskarpastur Eyjamanna var Michael Lauritsen með 6 mörk.

Úrslit leikjanna fimm í Esso deild kvenna urðu þessi:
Fylkir/ÍR 18-26 Víkingur
Grótta/KR 22-22 FH
Haukar 24-19 KA/Þór
ÍBV 28-28 Stjarnan
Valur 22-16 Fram


<br><br>BF1942: [IN[2Lt]undirko
I like to kill and dance ballet.