Ég verð að segja að margar hverjar þeirra greina sem hafa verið að koma hérna inn að undanförnu þykja mér ekki eiga við hæfi sem grein. Ekki það að þetta séu ekki fín skrif( þó ansi margt sé nú bara copy/paste) heldur eru þetta oftar en ekki smábréf 3,4 eða 5 línur. Mér finnst að þannig “greinar” eigi heima á korknum þar sem þetta vekur umræðu frekar en að vera til upplýsingar.
Góð grein myndi t.d. einkennast af greinargóðri umfjöllun um einhvern leik sem viðkomandi hefði farið á eða ágætlega útpældri hugsun um framtíð handboltans. Ekki einhver flýtiskrif sem er hent inná og stundum varla haft fyrir því að lesa þau yfir.
well that's just my opinion…
hvað finnst ykkur?