Sælir.

Málið er það að ég fann Handball Manager leik á netinu frítt og hef spilað hann slatta. En sá galli er á leiknum að engin íslensk deild er í þessum leik (Danska og Þýska deildin). Ég hugsaði málið svolítið og ákvað að senda höfundinum póst.
Í bréfi til höfundar útskýrði ég vonbrigði mín með að engin íslensk deild væri og hvort ekki væri hægt að hjálpa honum með að búa hana til og jafnvel þýða leikinn á íslensku fyrir hann. Viðbrögðin voru þau að hann sendi mér langt bréf og útskýrði fyrir mér nákvæmlega í smáatriðum hvað ég þyrfti að gera og kvaðst vera þakklátur fyrir að ég nenti að standa í þessu. En því miður leist honum ekki á að íslenska hann þannig að það verður að bíða.

Nú vantar mig bara nokkra vaska handboltaáhugamenn til að hjálpa mér með leikinn og koma á blað upplýsingum um lið og leikmenn. Að sjálfsögðu gæti ég gert þetta einn en mér fanst skemtilegra að fá nokkra með mér og þannig yrði þetta jafnara og eðlilegra.

Best væri ef hægt væri að finna einn mann fyrir hvert lið því að sjálfsögðu þekkir maður sitt lið lang best.

Ég held að flestir sem hafa áhuga á íslenskum handbolta séu sammála um að þetta væri ágætt fyrir boltann á íslandi. Football Manager leikir eru ótrúlega vinsælir og því ætti Handball Manager leikir ekki að geta verið það líka. Mundi auka áhuga á handboltanum án efa.

Ef þið hafið einhvern áhuga eða viljið ræða þetta betur og koma kanski með hugmyndir (kannski forritarar sem vilja búa til glænýjann HM leik) sendið mér þá póst eða skellið einhverjum hugmyndum hér fyrir neðan.

Takk fyrir.

ps. ef þið viljið downloada honum þá er URLið

http://www.winsite.com/bin/Info?2000000035441
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”