Þar sem þetta er búið að vera eitthvað svo lifandi spjall upp á síðkastið þá ákvað ég að koma með smá svona innskot.
“Það var handsalaður 2ja ára samningur á mánudagskvöldið 1. apríl (ekkert gabb) sem tekur gildi 1.júlí n.k. Friesenheim er í 3. sæti 2. deildarinnar, þeir eiga möguleika á að komast upp í 1. deildina en það er frekar ósennilegt. Þetta er lítill klúbbur sem hefur verið í þessari deild síðustu 7 árin og hafa núna sett stefnuna á 1. deildina. Liðið er með aðsetur í Ludwigshafen sem er 200.000 manna borg í suðvesturhluta Þýskalands. Frægasti leikmaður þess er án efa Rússneski landsliðsmaðurinn Lew Woronin sem leikur í hægra horninu. Fyrir mig er þetta gott framhald, eftir að hafa þjálfað besta lið á Íslandi er gaman að geta fengið tækifæri til að þjálfa erlendis” sagði Atli Hilmarsson þjálfari KA í morgun eftir að hafa gefið Þýska liðinu vilyrði sitt um að taka við þjálfun liðsins. Fyrst er þó ólokið verkefni Atla að koma KA-liðinu í 8-liða úrslitakeppnina og vonandi alla leið.
Heimsíða KA 2. apríl
Hvað finnst mönnum um það? Og svo er Jóhannes Bjarnason yngri flokka þjálfari mjög líklega að verða þjálfari hjá þeim
Þótt þetta sé samt ekkert mikið umræðuefni þá er vonandi eitthvað sem hægt er að tala smá um til að byrja að lyfta þessu aðeins upp á ný