Töpuðu viljandi
Á sama tíma og íslendingar voru að taka þjóðverja í bakaríið voru svíar að vinna dani með 5 mörkum. Íslendingar sem stefndu að sigri í þessum leik komu mun ákveðnari til leiks en þjóðverjar sem ætluðu að ná fyrsta sætinu í riðlinum til að sleppa við að mæta svíum. Svíar vildu hins vegar lika komast hjá því að mæta þjóðverjum og þegar þeir fréttu að íslendingar væru að taka þjóðverja í bakaríið byrjuðu þeir að slappa af, Jafnsterkt lið og svíþjóð fer varla að missa niður 5 marka forystu á stuttum tíma og tapa “óvænt” leiknum gegn dönum, Danir voru himinánægðir með að vinna svía, og þjóðverjar eru himinánægðir að hafa tapað og sloppið með að mæta svíum. Svíar eru nú svo sigurvissir og eru búinir að gefa út þær yfirlýsingar, það er gott að mæta íslendingum og skemmtilegra að sigra þjóðverja í úrslitunum. Núna er bara komið að því að Íslenska liðið taki svíana og þagga aðeins niður í þeim. Maður vanmetur ekki þjóð sem tekur þjóðverja og júgóslava í bakaríið. Og Íslenska þjóðin segir öll saman nú við Svía. ,,Þið eruð ekki búnir að vinna".