Íslendingar gerðu jafntefli við spánverja í fyrsta leik sínum í svíþjóð. Ég var alls ekki hress með þessi úrslit þar sem við vorum yfir með tveggja marka forskot þegar 31 sekúnda var eftir. En leikklukkan fór ekki af stað þegar Guðmundur markvörður sendi boltann þegar 15 sekúndur voru eftir og þessi dómaramistök reyndust okkur dýrkeypt þar sem Spánverjar náðu að jafna þegar leiktíminn var að renna út og við misstum þetta niður í jafntefli. Mér finnst samt að það ætti að fylgjast með þessum dómara í framtíðinni til þess að svona lagað komi ekki aftur fyrir, það er alveg hræðilegt fyrir handbolta íþróttina þegar svona kemur fyrir.
Valsmennirnir í landsliðinu stóðu sig bara ljómandi vel, Sigfús sýndi styrk sinn á línunni og það sást vel þegar hann fékk 2 mínútna brottvísun undir lok leiksins að þegar einn spánverjinn reyndi að fara framhjá honum þá henti Sigfús honum niður með vinstri hendi eins og hann væri fluga. Ég vona bara að okkur gangi betur í leiknum í dag. Ég skrifa meira seinna í dag um leiki íslenska liðsins.
ÁFRAM ÍSLAND !!!!!