Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Íslenska landsliðinu í handbolta að það er á fullu að undirbúa sig fyrir evrópumeistaramótið í svíþjóð. Það voru spilaðir tveir leikir fyrir stuttu hér á landi á móti hinu feykisterka liði Þjóðverja. Þeir hafa líklega ekki verið með jafn gott lið um árabil þjóðverjarnir. En samt þurftu þeir að lúta í grasið tvisvar sinnum, þökk sé frábærri frammistöðu Íslendinga og þá sér í lagi Guðmundar Hrafnkelssonar fyrrverandi markvarðar Vals. Að öllum öðrum ólöstuðum var hann langbesti leikmaður okkar Íslendinga í báðum þessum leikjum. Það er alveg ótrúlegt hvað hann er í góðu formi ennþá kallinn, og þegar hann kemst í stuð þá lokar hann markinu alveg, eins og hann gerði hvað eftir annað. Sérstaklega gerði hann þetta í síðari leiknum var alveg hreint unun að horfa á hvernig hann lék þjóðverjanna grátt hvað eftir annað. Ef Guðmundur spilar svona á evrópumeistaramótinu þá hef ég fulla trú á því að við komust langt.
ÁFRAM ÍSLAND !!!!!!!!!!!