Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum, 27:24, í landsleik í handknattleik í Póllandi í dag. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að Ísland hefði verið yfir í hálfleik, 14:10, og haft 3 marka forustu þar til nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. Liðin leika aftur á morgun en Pólverjar unnu með eins marks mun í fyrsta leiknum í gær.

Halldór Ingólfsson var aftur markahæstur Íslendinga með 6 mörk og Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson gerðu 4 mörk hvor.