Já verið sæl og blessuð, Pétur heiti ég og ég æfi með 4 flokk karla hjá Aftureldingu. Ég spila línu og hafcent en stundum er maður settur í skyttuna. En nóg um það ég ætla segja ykkur um seinustu 3 mánuðina hjá mér í handbolta.
28.Nóvember
Þetta brot gerðist nú ekki í Handbolta hjá mér…
Þetta gerðist í skóla sundi, ég var að synda og
maður átti að kafa eithvað sérstakt langt og ég
spyrnti mér frá bakkanum og var ofan í og negldi
tánni í botninn og sparkaði það fast þannig ég
tábrotnaði. 2 dögum seinna fór ég að keppa við
stjörnuna sem fór ekki vel, við töpuðum 11-32 sem
það ætti nú ekki að gerast.
7.September
Þegar ég var nýbúinn að lagast eftir tábrotið þá
meiddi ég mig á æfingu, við vorum í upphitun
sem maður átti að leggja boltan niður í teig hjá
andstæðinginum. Ég var lengst frammi og það var
sent föst sending á mig frá stráki sem var
hinumeginn á vellinum. Ég fekk boltan beint framan
á þumalputtann og það var dáldið vont
en seinna á æfinguni sá ég að þumallinn sem ég
fékk boltann á var orðinn 3sinnum stærri enn
hinn. Þannig ég fór upp og náði í klaka til að
kæla þetta. Svo næsta dag var ég orðinn það
bólginn að mér leist bara ekki á þetta.
ég hringdi í mömmu og bað hana að panta tíma hjá
Heilsugæslunni í mosó og ég fór þangað og lét
kíkja á þetta. Læknirinn sagði að við ættum
að fara upp á slysó og láta kíkja á þetta.
Við biðum í 5 tíma uppá slysó og ég var
brotinn hjá beinunum yfir kjúguni, læknirinn sagði
það yrði best að ég mundi ekki spila fyrr enn
28.des.
27.Nóvember
Svona um 15.des fór ég á handbolta
æfingu með spelkuna og svona og það var bara
allt í gúddí og byrjaði að stunda æfingar aftur.
Enn þann 27.des var tekinn æfingaleikur við
3.flokk hjá okkur og ég var í vörn og
það var hlaupið beint á mig og hann fór beint
á puttann og ég puttabrotnaði aftur á sama putta!!
ég var mjög pirraður yfir því að brotna í 3 sinn á
2 mán og double puttabrotna. En svo um 6.des
keppti ég á móti Hetti og var puttabrotinn og
gaurinn sló beint framan á puttann enn það
var ekkert rosalegt.
8.Janúar
8.janúar gerðist eitt annað atvik. Við áttum að
fara keppa á móti stjörnunni sem hafa ekki tapað
leik og unnu okkur seinast 11-32. Ég var svona
nýbúinn að lagast í þumalnum eftir tvöfalt brot en
samt með smásting í honum. Þetta byrjaði bara
svona semi. Ég er á línu og er dáldið stór og
sterkur þannig alltaf þegar ég fékk boltann
gat ég komist í gegn en alltaf þegar ég var að
hoppa upp var tekið aftann í mig og ég fékk alltaf
víti (Fiskaði svona 6-7 víti). Í seinasta skiptið
þegar ég hoppaði inn þá var tekið aftann í mig og
lenti á puttonum og langatöng beiglaðist eithvað
til hliðar og var mjög illt í honum. Leikurinn
endaði 22-25 fyrir stjörnunni (stóðum okkur
vel meðan við seinast 11-32 :P). Ég fór heim og
sýndi mömmu þetta og puttinn á mér var orðinn
RISASTÓR og MARINN !!! og get varla hreyft hann
við fórum á slysó og létum kíkja á þetta
og er eithvað brotinn í 4 SKIPTI !! og 3 puttabrot
ég er nú mjög pirraður við þetta afþví get
örugglega spilað Handbolta á næstuni
útaf þessu blessuðu puttabrotum…
P.S. Ég vildi bara senda inn þessa grein því það hefur ekki komið nein grein hingað í þónokkurn tíma.
Ég ýtti svo mikið á enter fyrir þessa fötluðu sem kunna ekki að lesa…
Og tjékkið www.blog.central.is/umfa_4 þetta er síða með flokknum okkar endilega kíkið