Arnór að meika það
Það er ótrúlegt hvað hinn ungi KA-maður Arnór Atlason er orðinn ótrúlega góður. Það ætti nú að þykja saga til næsta bæjar þegar 17 ára gamall strákur er markahæstur á Íslandsmótinu eftir 5 umferðir. Hann á pottþétt eftir að ná langt og ef hann lendir ekki í slæmum meiðslum eða einhverju svoleiðis þá á hann eftir að geta orðið á meðal þeirra bestu og það er örugglega ekki langt þangað til að stóru liðin úti fara að keppast um að fá hann til liðs við sig. Ég sá leikinn KA-ÍR áðan og það var ótrúlegt hvernig hann gat skorað úr hinum ótrúlegustu færum og oft þegar það var ekkert að gerast þá kom hann með þrumuskot beint í netið og markmaðurinn átti aldrei sjéns. Ég spái því að það megi allt eins búast við því að Arnór Atlason verði einn besti leikmaður sem Íslendingar hafa átt