Það voru eflaust fáir sem bjuggust við góðu gengi Þórsara og var búist við þeim í neðri hlutanum í ár,enda spilaði Þór í 1.deildinni(=2.deild) í fyrra og hefði komið upp sem lið í öðru sæti í 1. deildar ef ekki hefði komið til nýtt skipulag.Miðað við gamla skipulagið,hefði Víkingur setið eftir,eins og allir vita.

En uppbyggingin hjá Þór hefur verið gríðarleg og á það bæði við handboltann + fótboltann.Fótboltaliðið lék í 2. deild fyrir 2 árum,en næsta sumar munu þeir leika í Símadeildinni.Geri aðrir betur!!Varðandi handboltann var Þór um miðja fyrstu deild í hitteðfyrra.Það sést ekki á þeim,hafa unnið 3:5 leikja sinna og urðu áðan þeir fyrstu til að taka stig af Val og það að Hlíðarenda.Eftir að Valur náði mest 5 marka forskoti og leiddi með tveim í hálfleik,eftir að Þórsurum tókst ekki að jafna og brotið var á Sigfúsi= víti,komst Þór mest í 3 marka forystu.

Valsmenn geta þakkað Roland Eratze,sem varði 24 skot,að þeir náðu öðru stiginu,en hann varði að ég held 24 skot.Valsmenn léku í heildina vel,þó sérstaklega í fyrri hálfleik.Ef Valur leikur eins og í byrjun leiks,það sem eftir er deildarinnar,er ekki spurning,að þeir verða meðal efstu liða í deildinni og Íslandmótinu í heild.

Ég bjóst ekki við því í byrjun leiks að Þór myndi ná stigi úr leiknum.En það má ekki afskrifa þá,þeir hafa held ég skorað um 30 mörk að meðaltali og sýndu það í þessum leik,að ekki er hægt að bóka neitt gegn þeim.T.d. var ótrúlegt að sjá þá koma líka svona til baka á móti K.R.Góður leikur í heildina hjá þeim og ég býst við þeim í efri hlutanum í vetur.