Ólafur Stefánsson er uppaldur Valsari.
Í Val byrjaði Óli sem hornamaður en hann færði sig síðan yfir í hægri skyttuna og hefur gengið ansi vel í skyttustöðunni.
1992-1993 varð meistaraflokkur Vals Íslands-, bikar- og deildarmeistarar en þá var Óli kosinn efnilegasti leikmaður mótsins.
93/94 hirtu Valsarar Íslandsmeistaratitilinn en þar var þjálfari Óla Þorbjörn Jensen eins og undanfarin ár, en ekki nóg með það heldur var Óli besti sóknarmaður mótsins.
94/95 varð Óli Íslandsmeistari með Val þriðja skiptið í röð undir stjórn Þorbjarnar Jensens.
1995 lék Óli með íslenska landsliðinu á HM sem var þá haldið hér á landi.
1997 lék Óli á HM í Japan með Geiri Sveinssyni, Júlíusi Jónassyni og Valdimar Grímssyni og það undir stjórn Þorbjarnar Jensen og Boris Bjarna
Þegar Ólafur fór frá Val í atvinnumennskuna þá fór hann fyrst til HC Wuppertal, því miður get ég ekki frætt ykkur um dvöl hans þar afþví að ég fann ekkert sem var um Óla stef og HC Wuppertal og ég veit ekkert um dvöl hans þar og vill ekki fara með rangt mál, endilega fræðið mig.
Óli Stef fór frá HC Wuppertal til SC Magdeburg, tími Óla hjá Magdeburg var frekar góður, nokkrir titlar voru teknir með Magdeburg.
Á HM 2001 var Óli markahæsti maður Íslendinga með 32 mörk.
Á EM 2002 var Óli markahæsti leikmaður mótsins með 58 og valinn í úrvalslið mótsins.
Á HM 2003 var Óli markahæsti leikmaður Íslendinga.
Á EM 2004 var Óli enn einu sinni markahæsti leikmaður Íslendinga.
Á ÓL 2004 var Óli markahæsti leikmaður Íslendinga.
Á HM 2005 var Óli markahæstur Íslendinga og bar fyrirliðabandið en hann tók við bandinu af Degi Sigurðssyni.
2005 fór Óli frá SC Magdeburg til Ciudad Real á Spáni og þar spilar hann núna.
Óli Stef hefur ekki aðeins náð góðum árangri með félagsliðum heldur hefur hann líka náð ágætum árangri með Íslenska landsliðinu, góðum miðað við Íslendinga og aðra útileikmenn ef út í það er farið ,1-5 sæti á EM/HM, og hefur verið valinn í heimsliðið.
Óli Stef tók þátt í þeim merka atburði að kveðja fyrrum íþróttahús Valsmanna, Hlíðarenda, hann spilaði með gömlum Valsmönnum[uppaldir Valsarar sem eru ekki lengur í Val] eða Úrvalsliði Þorbjarnar Jensens gegn núverandi liði Vals.
Og núna á EM 2006 í Sviss ber Óli fyrirliðabandið.
Óli Stef er einn þeirra 9 leikmanna Vals sem hafa spilað yfir 200 landsleiki, 11 ef við tökum með Þorbjörn Jensen sem þjálfara og Stefán Carlsson sem lækni.
En ekki nóg með þennan fjölda leikja Óla heldur hefur hann skorað yfir 1030 mörk í landsleik í þessum leikjum sínum, leikirnir eru eitthversstaðar á bilinu 220-230.
Í dag er Óli ca. 197 cm og 94 kg.