Í þessari grein ætla ég að fjalla um EM 2006 og hvernig ég held að það fari…


Byrjum á því hvurnig systemið virkar… fyrst eru fjórir riðlar og fjögur lið í hverjum riðli.. þrjú efstu liðin fara áfram… þau taka stigin úr innbyrðisviðureignum með sér í milliriðla.. tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli í undanúrslit og þá vitum við öll hvernig þetta fer..


A-riðill

Í þessum riðli keppa Slóvenar, Pólverjar, gestgjafarnir fra Sviss og svo Úkraína.

Mér finnst þetta vera langslakasti riðillinn. Slóvenar eru í örlitlum sérflokki í þessum riðli og vinna örugglega. Svisslendingarnir eiga eftir að koma á óvart en þeir fara áfram í millliriðil aðallega á heimavellinum. Þá eru Pólverjar og Úkraínumenn eftir. Ég held að Pólverjarnir fari áfram á seiglunni eftir hörkuleik.

Slóvenar, Svissarar og Pólverjar áfram og Úkraína situr eftir með sárt ennið.


B-riðill

Þýskaland, Frakkland, Spánn og Slóvakía! Vá! Þvílíkur riðill!

Þessi riðill fer þannig að Slóvakía tapar á móti öllum en hin löndin tapa öll einum leik fyrir einhvurju liði og vinna eitt.. þannig að, Þýskaland, Frakkar og Spánn fara verða í 1-3 sæti öll með 4 stig..

C-riðill

Riðill okkar Íslendinga.. ásamt okkur eru Serbar-Svartfellingar, Danir og Ungverjaland.

Þessi riðill er sá jafnasti og um leið sá erfiðasti. Ég tel samt að við og Ungverjar séum eiginlega slökustu liðið í riðlinum. En við vinnum Serba í fyrsta leiknum og því endum við í örðu sæti í riðlinum eftir að hafa tapað fyrir Dönum en unnið Ungverja.. Danir fara áfram með fullt hús en Serbar verða í þriðja og Ungverjar sitja eftir..

D-riðill

Króatía, Rússland, Portúgal og Noregur…

Auðvelt að ráða í þennan riðil, Króatar áfram með fullt hús, Rússar í öðru og Noregur í þriðja… ekki spurning..

Milliriðill A..

Öll liðin sem fara áfram úr A-riðli detta úr leik… Spánverjar og Frakkar fara áfram en Þjóðverjar verða eftir vegna reynsluleysið því þeir eru að byggja upp nýtt lið..

Milliriðill B

Hér fara Króatar og Danir áfram en við Íslendingar lendum í þriðja sætið og keppum um fimmta sætið við Þjóðverja….

Undanúrslit..

Spánn – Danmörk Ég ætla að gerast svo bjartsýnn að spá Dönum í úrslitin! Spennandi leikur sem ræðst í framlengingu.

Frakkland – Króatía Frakkar vinna á breiddinni eftir að Jeromé Fernandez á stórleik.

Úrslitaleikur

Frakkland – Danmörk

Frakkar vinna eftir hörkuleik!




Íslendingar hins vegar verða í sjötta sæti eftir að tapa fyrir Spánverjum.

Sjötta sætið er samt mjög gott..


Og að endingu… ÁFRAM ÍSLAND