Íslands og bikarmeistarar Hauka mæta Hollenska liðinu Van der Voort Quintus í Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn fer fram úti 8. eða 9. september og seinni leikurinn á Ásvöllum viku síðar eða, 15. eða 16. september. Hollenska liðið hafnaði í þriðja sæti í hollensku deildinni síðastliðið keppnistímabil, sem er þeirra besti árangur. Liðið er að leika í fyrsta skipti í Evrópukeppni og verða Haukarnir að teljast frekar heppnir með andstæðing. Af 22 liðum sem voru í hattinum voru 16 frá Austur-Evrópu. Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka er bjartsýnn á gengi Haukanna og telur að þeir eigi að hafa þetta án mikilla vandræða.
Hin íslensku liðin sem munu halda í víking eru HK og Fram. HK situr hjá í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa sem og Frammarar sem taka þátt í Áskorendakeppninni, sem hét áður Borgarkeppni Evrópu. Leikir þeirra verða í nóvember og verður dregið fyrir þá leiki 16. október.