ÍR með góðan sigur í Garðabænum!!!!
Búist var við hörkleik milli Stjörnunar og ÍR í Garðabænum og sú varð raunin en ÍR-ingar hafa haft tak á Stjörnunni í gegnum árin og það breyttist lítið í kvöld. ÍR náði að spila sinn hraða bolta og átti Stjarnan í stökustu vandræðum með bregðast við honum. Það var mikið skorað úr varð hin besta skemmtun en lokatölur leiksins urðu 30-38. Þær gefa kannski ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en munurinn á liðunum var 3-5 mörk nánast allan tímann þar sem ÍR hafði frumkvæðið.
Jafnræði í byrjun
Nokkurt jafnræði var með liðunum í byrjun og var sóknarleikur beggja liða að ganga nokkuð vel. Að sama skapi var varnarleikur ekki sem bestur en ÍR var að spila 6-0 vörn á meðan að Stjarnan spilað 5-1 og klippti Ólaf Sigurjónsson út. Patrekur Jóhannesson var allt í öllu hjá Stjörnunni í byrjun og Hafsteinn Ingason hjá ÍR. Staðan efttir 15.mínútur 7-9 ÍR-ingum í vil en jafnt hafði verið á flestum tölum fram að því.
Mikill hraði
Seinni hluta fyrri hálfleiks náðu ÍR-ingar að spila sinn leik. Þegar keyrðu mjög hratt á Stjörnunmenn sem virtust eiga fá svör. Hornamennirnir hjá ÍR þeir Tryggvi Haraldsson og Ragnar Helgason voru atkvæmiklir en þeir Hafsteinn og Ólafur voru duglegar í að búa til farin fyrir þá. Lítið var að ganga hjá Stjörnunni og þá sérstaklega áttu þeir erfitt með að stoppa hröðu sóknir ÍR-inga. Staðan í hálfleik 15-19, gríðarlega mikið skorað.
Lítið skilur á milli
Fyrstu 15.mínútur seinni hálfleiks hélst munirinn sá sami alltaf 3-4 mörk ÍR-ingum í vil. Bæði varnar og sóknarleikur beggja liða var svona upp og ofan en Patrekur Jóhannesson settist á bekkinn hjá Stjörnunni og munar um minna. Stjörnumenn fóru að spila með tvo línumenn og leituðu mikið að þeim, fyrir vikið varð sóknarleikur þeirra fyrirsjáanlegur og vörn ÍR-inga að lesa þá nokkuð vel. Mikið var um mistök á þessum kafla bæði í vörn og sókn og staðan eftir 15.mínútur 24-27 ÍR-ingum í vil.
Fullmikill munur
Sami munur 3-4 mörk hélst nánast allt til loka. Þegar að 5.mínútur voru eftir var staðan 33-30 ÍR-ingum í vil og Stjarnan var með boltann. Ljóst var að Stjarnan þyrfti að gera lokaatlögu að ÍR-liðinu og reyna að jafna leikinn. Þeir styttu sóknir sínar og tóku áhættur sem ekki gengu og ÍR-ingar refsuðu þeim með hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru og enduðu leikinn með 8.marka sigri 38-30. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins en munurinn var lengst um 3-5 mörk. ÍR-ingar voru þó með frumkvæðið allan leikinn og voru að spila mun betur en Stjarnan enda að spila á sínum hraða og það er nokkuð ljóst að ef þeir fá það eru þeir afar erfiðir viðureignar.
Samantekt Stjarnan
Varnarleikur liðsins var afar gloppóttur og áttu þeir í miklum erfiðleikum með hraðan leik ÍR-inga. Þeir voru einnig seinir til baka sem er ávísun á erfiðan dag þegar menn eru að spila við lið eins og ÍR. Sóknarleikur liðsins var þokkalegur þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Patrekur Jóhannesson var í aðalhlutverki. Stjarnan saknaði hans í seinni hálfleik en þeir Arnar F.Theódórsson og Þórólfur Nielsen tóku við keflinu og stóðu sig nokkuð vel en erfitt verkefni sem þeir þurftu að leysa. Jacek Kowal átti fína innkomu í markið hjá Stjörnunni og varði 16.skot. Stjörnuliðið saknaði mikið Tite Kalandadze í leiknum sem á við meiðsli að stríða sem og Patreks í seinni hálfleik eins og áður kom fram en það munar um minna þegar slíkir leikmenn eru utanvallar.
Samantekt ÍR
Liðið var að spila nokkuð vel í leiknum. Sóknarleikur liðsins góður lengst um og varnarleikurinn sömuleiðis en það var hraður leikur þeirra sem skilaði sigri í Garðabænum í kvöld. Hafsteinn Ingason átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, Ólafur Sigurjónsson sem klipptur var út í fyrri hálfleik kom sterkur inn í seinni hálfleik og fékk að leika lausum hala. Hornamennirnir Tryggvi Haraldsson og Ragnar Helgason áttu báðir mjög góðan dag þá sérstaklega sá síðarnefndi sem var að nýta sín færi frábærlega. Andri Númason átti góða innkomu á línuna í seinni hálfleik og nýtti sín tækifæri vel. Karl Gunnarsson og Ísleifur Sigurðsson bundu vörnina saman og voru að spila vel. Gísli Guðmundsson átti einnig fínan dag í markinu og varði 16.skot.
Leggjum upp með að spila hratt
Ragnar Helgason einn besti maður vallarins sagði eftir leik að vörnin hefði verið að virka vel á stórum hluta leiksins, þeir hefðu misst taktinn aðeins um miðjan fyrri hálfleik en svo hefði þetta smollið aftur í gang. Hann talaði um að þeir leggðu upp með að spila hraðan leik, þeir væru ungir og snöggir strákar í góðu formi og hraðinn væri þeirra styrkur. Ennfremur minntist hann á Gísla Guðmundsson í markinu sem hann sagði verja allt sem hann ætti að verja og meira til.
Töpuðum leiknum í vörninni
Arnar Freyr Theodórsson fyrirliði Stjörnunar sagði eftir leik að þeir hefðu fengið alltof mörg mörk á sig í fyrri hálfleik og að þeir hefðu verið að klúðra stöðunni maður á mann varnarlega. Í sóknarleiknum hefðu þeir verið óheppnir með skotin en sóknin hefði verið svo sem allt í lagi þó auðvitað væru hlutir sem mætti bæta. Hann sagði að þeir hefðu fyrst og fremst tapað leiknum í vörninni og að ÍR-ingar einfaldlega hafa verið betri í leiknum. Hann sagði jafnframt að það væri fúlt að tapa með svona frábæran stuðning eins og hefði verið í kvöld og að stuðningsmenn Stjörnunar hefðu sýnt það í kvöld að þeir eru þeir bestu á landinu.