Hin hliðin - Baldvin Þorsteinsson Val
Baldvin Þorsteinsson er uppalinn KA-maður og lék þar allan sinn feril áður en hann skipti yfir í Val. Baldvin er einn besti vinstri hornamaður landsins sem skorar vanalega mikið af mörkum og er einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni. Baldvin hefur einnig verið í kringum landsliðið og valdi Viggó hann til þess að taka þátt í landsleikjum gegn Færeyjum á dögunum þar sem hann fór mikin og gerði helling af mörkum. Óljóst var á dögunum hvar Baldvin myndi leika á næsta tímabili en að hans sögn varð Valur fyrir valinu á nýjan leik. Baldvin Þorsteinsson sýnir á sér hina hliðina á Sport.is
Nafn: Baldvin Þorsteinsson
Aldur: 21
Starf: Nemi í verkfræði við H.Í
Lið: Valur
Landsleikir: 10 A leikir og svo slatti með yngri liðunum
Hjúskaparstaða: Kærasta, Ása María
Börn: Enginn
Gæludýr: Hell no!
Áhugamál utan handbolta: Íþróttir og útivist yfir höfuð, veiði á sumrin og svo að vera með vinum og fjölskyldu.
Uppáhalds lið og uppáhaldsleikmaður í þýska boltanum: Magdeburg að sjálfsögðu og uppáhaldsleikmenn Gaui Valur og Arnór Atla.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd.
Erfiðasti andstæðingur: Ég sjálfur
Auðveldasti andstæðingur: Arnar Sæþórsson Fram, alltof æstur til að hugsa skýrt.
Besti samherjinn: Klárlega Heimir Árnason, sá eini sem opnar hornið almennilega, ekkert leiðinlegra en að spila með einhverjum skyttum sem virðast ekki vita að það sé oftast samherji þarna vinstra megin við þá( Markús Máni).
Uppáhalds matur: Grillað Lambakjöt
Uppáhalds drykkur: Vatn og Radler( bjór í sprite)
Uppáhalds matsölustaður: Ítalía
Uppáhalds kvikmynd: Fæ aldrei leið á því að horfa á CB4
Pearl Jam eða Nylon: Pearl Jam ef valið stæði á milli sveitanna á tónleikum, Nylon ef það væri Bláa lónið:)
Siminn eða Og Vodafone: Og Vodafone
Hver er þynþokkafyllst/ur: Halle Berry
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppnis- og/eða æfingaferð: Brosi alltaf þegar mér verður hugsað til atviks þegar ég var að spila með 20 ára liðinu í evrópukeppninni í Lúxemborg. Það var þannig að við vorum að spila við Rúmena að ég held og voru þeir nú ekkert að spara það þessi tröll þarna að austan þegar kom að því að taka á því í vörninni. Menn höfðu fengið nokkur þung högg strax í upphafi og svo snemma í fyrrihálfleik gerðist það að það voru tveir okkar teknir og gersamlega straujaðir nánast á sama augnabliki og liggja báðir eftir óvigir á vellinum. Dómarinn stöðvar að sjálfsögðu leikinn og sjúkraþjálfarinn okkar tjúnaðist allur upp og tók af rás inná völlinn enda ekki oft sem að það gerist að það liggja tveir í valnum í einu. Ég held að hann hafi verið kominn tvo til þrjá metra inná völlinn þegar hann féll skyndilega í jörðina og liggur þar eftir, að því er virtist nokkuð þjáður. Fyrst héldu menn að hann hefði bara dottið en fara svo að hafa áhyggjur þegar þeir sem voru særðir þarna inná vellinum í upphafi eru löngu staðnir upp en blessaður sjúkraþjálfarinn lá þarna ennþá, helsærður. Þá hafði maðurinn slitið krossbönd við það eitt að ætla sér að hlaupa inná völlinnn og hlúa að strákunum. Það var mikið hlegið að þessu atviki, sérstaklega þegar þetta var skoðað aftur og aftur í slow motion á upptökunni sem að við áttum að sjálfsögðu af leiknum!
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta?: 5 ára í íþróttahöllinni með Jóa Bjarna sem þjálfara.
Botnaðu eftirfarandi setningar:
Á dæmigerðum degi: Mæti ég of seint einhversstaðar, erfitt að koma úr umhverfi þar sem allt er í mesta lagi fimm mínútur í burtu.
Mér finnst slátur: Alveg ágætt
Skata á þorláksmessu er: Ekki það spennandi að ég hafi smakkað ennþá.
Mér finnst stjórnmál á Íslandi: Einhæf
Mér finnst: Deildarfyrirkomulagið lélegt
Ég fíla: Jákvæðni og húmor
Ég fíla ekki: Neikvæðni
Reykingar eru: Ekki fyrir mig
Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Ekkert illa meint Markús, toppmaður samt sem áður:)
Hilmar Þórlindsson