6.0:
Er afturliggjandi vörn, allir útileikmenn við línuna en koma á móti.
5.1:
Er vörn þar sem yfirleitt fljótasti maðurinn í liðinu er settur fyrir framan og er oftast látinn taka leikstjórnandann úr umferð. Uppáhaldsvarnartaktíkin mín þegar ég er fyrir framan.
4.2:
Er þegar 4. leikmenn eru við línuna og skytturnar í varnarliðinu fara fram og taka skytturnar úr sóknarliðinu úr umferð.
3.2.1:
Er þegar hornamenn og línumaður eru við línu, skytturnar úr varnarliðinu eru við punktalínu og eru tilbúnir að fiska boltann af skyttunum úr sóknarliðinu úr umferð og þá er það leikstjórnandinn úr varnarliðinu tekur leikstjórnandann úr sóknarliðinu úr umferð.
3.3:
Er þegar hornamenn og línumaður eru við línu og skytturnar og leikstjórnandinn eru við punktalínuna.
Maður á mann:
Maður á mann er varnartaktík sem er yfirleitt notuð þegar örfáar sekúndur eru eftir og liðið sem er í vörn er marki undir, en það er ekki brotið á leikmönnum í maður á mann sókn upp á það að komast í hraðaupphlaup og ná að jafna áður en leikurinn er búinn. Í maður á mann vörn tekur vinstri hornamaður vinstri hornamann úr umferð og svo framvegis.