Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann í dag lið Hvít-Rússa nokkuð auðveldlega 23-30 í frekar ójöfnum leik. Til að byrja með voru Hvít-Rússarnir yfir en þegar fyrri hálfleikur var rétt svo hálfnaður komust Íslendingar loksins yfir. Sigfús Sigurðsson átti á þeim kafla stórleik. En undir lok hálfleiksins koma smá syrpa heimamanna og staðan í leikhléi var 12-13. Í seinni hálfleik var engin spurning hvort liðið var betra og Íslendingar unnu frækilegan sigur á Hvít-Rússum, eins og áður hefur komið fram, 23-30.
Þetta var fyrsti “alvöru leikur” Guðmundar Þ. Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari og ekki var hægt að sjá annað á leik Íslendinga en að liðmenn væru frískir og ákveðnir og leikgleðin skein úr hverju andliti. Þetta síðast nefnda hefur einmitt vantað upp á í síðustu landsleikjum.
Sigfús Sigurðsson átti stórleik, skoraði 9 mörk á línunni og í hraðaupphlaupum! Einnig sýndi Sigurður Bjarnason góðan leik ásamt þeim Degi, Rúnari og Ólafi, þegar hann gat loks náð skotum fyrir utan því hann var í strangri gæslu stóran hluta af leiknum. Hornamenn voru ekki í sviðsljósinu, vegna strangrar gæslu.
Ef landsliðið spilar eins og þeir gerðu í dag á von á enn stærri sigri eftir viku.
Áfram Ísland!
AggiSlæ