Nei Tjörvi spilaði líka í horninu, en ekki sem skytta eins og þessi sem þú ert að tala um. Ummæli Héðins dæma sig sjálf, þau eru ekki svara verð og dæmigerð fyrir mann sem finnur að hann er að brenna út. (Og bæ ðe vei, ég hefði líka verið fúll ef ég hefði klúðrað úrslitakeppninni á jafn heimskulegan hátt og hann gerði.) En eins og maðurinn sagði, sá hlær best sem síðast hlær og Haukamenn hafa enga ástæðu til að vera fúlir. Það breytir það því hins vegar ekki að Héðinn er langt frá sínu besta formi og á að mínu viti ekkert erindi í landsliðið. Þau ég sé Haukamaður (eins og þú gast réttilega upp á) þá get ég alveg viðurkennt að Héðinn var á tímabili einn af okkar allra bestu handknattleiksmönnum, en sá tími er því miður löngu liðinn.