Með 202 manna hóp væri hægt að stofna nýja deild með tíu liðum, Hugadeildina. Þá erum við að tala um stærri deild en DHL-deild kvenna, en þar eru einungis átta lið sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn (þ.e. allir komast í átta liða úrslit, hversu sorglegt sem það er).
Ég vil samt sem áður hvetja alla til þess að byrja að æfa. Þess má til gamans geta að Bjarki Sigurðsson fyrrum landsliðskappi byrjaði í handbolta þegar hann var 16 ára. Þrátt fyrir það náði hann langt. Því segi ég “betra er seint en adlrei”, gömul og góð klisja :)
Áfram handbolti!
Kveðja,
Disaben
Passaðu þrýstinginn maður!!