Jæja nú er þátttöku íslenska liðsins lokið á HM.
Viggó er búinn að gerbreyta íslenska liðinu og það til hins betra!
Hins vegar var vörnin hörmuleg hjá strákunum.
Eins og til dæmis í leiknum gegn Kúveit, Einn Kúveitinn skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig þegar að íslenskur varnarmaður(man ekki hver það var)lá utan í honum.
Sóknin var alveg asskoti góð og allir ungu strákarnir sem voru á sínu fyrsta stórmóti eins og t.d Markús Máni léku svo frábæran sóknarleik að hver sá sem væri að sjá þá í fyrsta sinn myndi halda að þetta væru margreyndir menn!
Markvarslan var líka nokkuð góð, Roland Eradze og Birkir Ívar voru bara að standa sig mjög vel.
Þess vegna finnst mér að Viggó sé strax byrjaður að gera góða hluti með liðið.
Any Comments?