Staðan eftir venjulegan leiktíma var 20:20 eftir að KA hafði fimm marka forskot í hálfleik. Páll Þórólfsson jafnaði úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og knúði fram framlengingu. Þar voru gestirnir sterkari en Guðjón Valur Sigurðsson jafnaði fyrir heimamenn beint úr aukakasti, og staðan eftir framlenginguna 24:24. Eftir aðra framlenginu var einnig jafnt 28:28, og því þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslit. Sigurmarkið í leiknum skoraði Guðjón Valur Sigurðsson úr vítakasti.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrettán mörk fyrir KA í leiknum og Halldór Sigfússon sjö. Hörður Flóki Ólafsson stóð sig vel í markinu auk þess sem Hans Hreinsson varði eitt vítakast. Bjarki Sigurðsson þjálfari Aftureldingar fór fyrir sínum mönnum og var markahæstur með átta mörk, en Gintaras var einnig atkvæðamikill með sex mörk. Reynir Þór Reynisson var mjög góður í markinu og varði 25 skot. Magnús Már Þórðarsson lék á ný með Aftureldingu eftir meiðsli eins og Jónatan Magnússon hjá KA
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)