Leikurinn var í járnum í upphafi en Afturelding tók mikinn kipp í fyrri hálfleik þegar liðið breytti stöðunni úr 4:5 í 11:5. Afturelding leit aldrei til baka eftir þetta, og þrátt fyrir ágæta baráttu og góðan vilja gestanna þá varð leikurinn aldrei virkilega spennandi
KA vann Aftureldingu, 27:25 á Akureyri, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í handbolta á þriðjudaginn. Sigur KA-manna verður að teljast sanngjarn því þeir leiddu allan tímann og komust mest í sex marka forystu. Afturelding sýndi þó mikla baráttu og náði að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn niður eitt mark í síðari hálfleik.
Hörður Flóki Ólafsson, markvörður KA, átti góðan leik á þriðjudaginn. Hann varði 14 skot og mörg þeirra úr opnum færum. Heimir Örn Árnason var einnig mjög sterkur og skoraði hann 6 mörk. Liðsheildin var hinsvegar sterkasti hlekkur KA-manna á þriðjudaginn og dreifðust mörkin vel á milli manna. Hjá Aftureldingu voru það þrír leikmenn sem báru upp liðið. Bjarki Sigurðsson skoraði 10 mörk og var bestur leikmanna UMFA en einnig voru þeir Páll Þórólfsson(6 mörk) og Gintaras Savukynas(5 mörk) mjög sterkir.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)