Hvað verður um KA
Nú þegar búið er að samþykkja breytta reglugerð í handboltanum og leikin verður aðeins ein deild hefur eins og flestir vita KA dregið lið sitt úr keppni(eða munu þeir ganga svo langt) en hvað verður um alla ungu efnilegu leikmenn KA sem hafa verið að spila svo vel á þessari leiktíð hvað eiga þeir að gera? Er bara ætlast til að þeir flytji bara suður til að geta spilað handbolta og komast svo kannski ekkert í liðið með því að þeir séu að draga lið sitt út keppni þá eru þeir að gera það að verkum að allir ungir strákar sem eiga framtíð fyrir sér þurfa að koma suður til að spila þar og ekkert endilega að fá tækifæri vegna annarra “betri leikmanna” hvað verður þá um íslenska landsliðið. Ég býst við að landsliðið væri þá bara á hraðri niðurleið. Þannig að það væri lang best og skemmtilegast fyrir íslenskan handbolta að KA mundi ekki draga lið sitt til baka