Ísland – Spánn lokatölur 23-31
Leikurinn byrjaði frekar illa fyrir okkar menn eða með 3mörkum frá Spáni. Svo kemur hann Einar Örn sem hefur verið að gera kannski frekar fátt í leikjum undanfarið með tvö mjög góð mörk sem kemur Íslenska landsliðinnu af stað.

Snemma í fyrrihálfleik fær Sigfús gula spjaldið og svo tvær mín. Stuttu eftir það.
Ólafur fékk einnig tvær mín. Í fyrrihálfleik.

Guðmundur var að verja ágætlega í markinnu í fyrrihálfleik m.a. eitt víti.

Spánn leiddi allann fyrrihálfleikinn með 1-3mörkum staðan í hálfleik var svo 14-13

Í Seinnihálfleik byrjaði Íslenska liðið ágætlega Guðmundur varði vel en mörkin voru fá fyrstu mínúturnar.

Íslenska liðið var einum færri í nokkrkar sek. Þegar Sigfús fékk tvær mín en Spánn fékk einnig tvær mín. Fyrir að tefja leikinn.

Þegar staðan var 19-19 fengu Íslendingar nokkru sinnum tækifæri til þess að komast yfir en ekkert gekk.

Á lokakaflanum hrundi allt og Spánverjar skoruðu 10 mörk gegn 2 frá Íslendingum. Leikurinn minnti aðeins á leikinn við Króata enda vorum að henda boltunum í hendurnar á Spánverjum og var niðurstaðan stærra tap en nauðsynlegt var…


Markahæstir
Ólafur Stefánsson 5 mörk
Einar Örn Jónsson 5 mörk
Guðjón Valur Sigurðsson 4 mörk


Bestu menn leiksinns voru að mínu mati Guðmundur Hrafnkellsson og Einar Örn Jónsson
Guðmundur varði 18 skot (þar af a.m.k. eitt víti) en það dugði ekki til.
Einar Örn var að sína frábæra takta og var að taka af skarið þegar til þurfti. Ég taldi hjá Einari 5 mörk sem er nú fleirra en búist hefur við af honum


Lokatölur - A riðill
S. Kórea – Rússland 35-32
Króatía – Slóvenía 27-26
Ísland – Spánn 23-31

Næstu leikir hjá Íslenska Landsliðinnu
18.ágúst Ísland - Slóvenía 11:30 (8:30)
20.ágúst Ísland - Kórea 9:30 (6:30)
22.ágúst Ísland - Rússland 19:30 (16:30)

Jæja þegar ég sendi þetta inn hef ég ekkert svar fengið um hina greinina sem ég sendi inn um leik Króata og Íslands á laugardaginn
svo ef þessu verður tekið ágætlega þá held ég nú líklegast áfram að senda hingað inn umfjöllun um leikinna…

takk for moi
og munið…