Íslendingar riðu ekki feitum hesti úr þessu evrópumóti, fyrir mótið voru íslendingar sigurstranglegastir í sínum riðli. Það hefði væntanlega verið betra að mæta öðrum en heimamönnum í slóveníu í fyrstu umferð og var það eitt af rothöggum íslendinga þetta evrópumót. Það sem gerði hinsvegar útslagið var dauðafærin sem íslendingar nýttu ekki. Núna er bara að halda áfram og æfa sig betur fyrir næsta stórmót sem eru ólympíuleikarnir.

Guðmundur Hrafnkelsson
er orðin of gamall, hin liðin búin að lesa hann út og mætti henda honum útúr landsliðinu, slæmt að geta ekki haft Roland Eradze, hefði annars verið gaman að sjá Björgvin Gústavsson í landsliðinu í staðin fyrir hinn þreytta og gamla Guðmund.

Reynir Reynisson
Stóð sig mjög vel það sem hann fékk að spila, varði vel gegn slóveníu og var búinn að verja 1 skot þegar honum tókst að láta henda sér útaf í 2 mínútur gegn tékkum, gaman að sjá hann í landsliðinu.


Guðjón Valur Sigurðsson
Var eini vinstri hornamaðurinn í íslenska liðinu, brenndi af alltof mörgum færum í keppninni þá aðalega dauðafærum sem áttu að nýtast, synd að Guðmundur skuli ekki hafa valið Loga Geirsson til að hafa hann til takst þegar Guðjón þyrfti hvíld eða væri ekki að standa sig.

Einar Örn Jónsson
Fór líka mjög illa með dauðafærin og ótrúlegt að Guðmundur skyldi hafa valið hann framyfir Gylfa Gylfason.

Sigfús Sigurðsson
er að sjálfsögðu mikilvægur hlekkur í Íslenska liðinu og nýtir færin sín oftast vel, brenndi reyndar af of mörgum dauðafærum í slóveníu og þarf að laga það.

Róbert Sighvatsson
Á ekki lengur heima í landsliðinu, Róbert er enginn varnarmaður, nýtir færi ekki nógu vel, nær ekki að koma með nógu góðar blokkeringar og er orðinn gamall og þungur, hefði verið gaman að sjá Vigni Svavarsson í hópnum í staðinn fyrir Róbert

Róbert Gunnarsson
Fékk fá tækifæri á mótinu en á skilið að vera í hópnum, það að vera markahæsti leikmaðurinn í dönsku deildinni segir allt sem segja þarf. Róbert er hinsvegar ekki nógu sterkur varnarmaður.

Dagur Sigurðsson
Hefur skilað sýnu hlutverki fyrir landsliðið, en kominn tími til að leggja landsliðsskóna á hilluna, skaut einhverjum 12 skotum á evrópumótum, um helmingur þeirra voru varin af varnarmönnum, hinn helmingurinn varinn af markverðinum. Getur bara skotið undirhandarskot og ekki söguna meir.

Jaliesky Garcia Padron
Var einn þriggja leikmanna sem virkilega geta ekki skammast sín fyrir sína frammistöðu í mótinu, stóð sig vel og skoraði mörg góð mörk.

Snorri Steinn Guðjónsson
Er líka einn þriggja leikmannanna sem þarf ekki að skammast sín fyrir sína frammistöðu, var sá sem þorði að taka af skarið á erfiðum stöðum og stóð sig virkilega vel á mótinu, á vel heima í leikstjórnendastöðunni.

Rúnar Sigtryggsson
er sá þriðji og seinasti sem getur verið sáttur við sína frammistöðu, stóð sig vel í vörninni og skoraði 6-8 mörk í mótinu þrátt fyrir að spila aðeins vörnina og koma fram í hraðaupphlaupum. Nýtti flest öll færin sín.

Gunnar Berg Viktorsson
fékk ekkert að spila og ekki hægt að segja neitt fleira um það

Ólafur Stefánsson
Var tekinn úr umferð mest allt mótið og gat voðalega lítið gert vegna þess, tókst samt að skora nokkur mörk, flest úr vítaköstum. Leikur íslenska liðsins byggist alltof mikið uppúr honum og hefði Guðmundur átt að prófa að nota Ásgeir Örn meira til að fá meira útúr skyttustöðunni. Leiðinlegt fyrir Heiðmar Felixsson að detta útúr landsliðinu þar sem hann stóð sig virklega vel á seinustu mótum bæði sóknarlega og varnalega.

Ragnar Óskarsson
Fékk voða fá tækifæri og gat því lítið gert.

Ásgeir Örn Hallgrímsson
Stóð sig vel það sem hann fékk að spila, var óheppinn að klúðra þremur dauðafærum í leiknum við tékka, en enginn spurninga að hann er framtíðamaður landsliðssins

Patrekur Jóhannesson
Gat ekkert í þessu móti frekar en dagur sigurðsson, sóknarlega gerði hann ekkert nema að missa boltann og var steinssofandi varnarlega, synd að sjá Patrek svona slakan. Núna e rbara að koma sér í almennilegt form.