Leikir Íslenska Landsliðsins Þá er Íslenska Landsliðið komið á skrið og eru þeir búnir að spila á móti Svissneska Landsliðnu Hérna í heima. Það voru 3 vináttulandsleikir og fóru Þeir svona:

1.Leikur í Varmá, Mosfellssbæ. 25-32 fyrir Sviss.

Markahæstu menn Hjá Íslendingu voru Ólafur Stefánsson og Jalieski Garcia með 5 mörk hvor. Þar kom fljótt á eftir Gylfi Gylfason með 4 mörk en hann átti stórleik.

2.Leikur í Laugardalshöll, Reykjavík. 26-22 fyrir Íslandi.

Markahæstir í íslenska liðinu voru Guðjón Valur Sigurðsson með 9 mörk, Snorri Steinn Guðjónsson með 7 og voru þeir Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia voru með 3 mörk hvor.

3.Leikur í Laugardalshöll, Reykjavík. 31-22 fyrir Íslandi.

Þar voru markahæstir Róbert Gunnarsson með 9 mörk, Logi Geirsson með 5 mörk, Ólafur Stefánsson 4 mörk og loks Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson með 3 mörk hvor.

Svo lá leið þeirra til Danmörku og Svíþjóðar þar sem að þeir kepptu á 4 liða móti. Þar fóru leikir þeirra svona:

1. leikur á móti Dönum í Farum. 33-28 fyrir Íslandi.

Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði níu mörk, þar af voru fjögur úr vítakasti. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk og Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk en hann spilaði bara fyrri hálfleik því hann fékk þrjár brottvísanir. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk og þeir Einar Örn Jónsson og Patrekur Jóhannesson skoruðu 3 mörk hvor.

Reynir Þór Reynisson fór mikinn í markinu í þessu leik og varði 11 skot í seinni hálfleik og þar af eitt vítaskot.
Guðmundur Hrafnkellsson varði 8 mörk í fyrri hálfleik.

2.leikur. á móti Svíum í Malmö. 29-28 fyrir Svíum.

Markahæstur hjá Íslendingum voru Ólafur Stefánsson með 9 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Þar á eftir komu Jaliseky Garcia með 6 mörk og Sigfús Sigurðsson með 4 mörk.

Guðmundur Hrafnkellsson varði 8 skot í fyrri Hálfleik en Reynir Þór Reynisson varði 6 skot.

3.leikur. á móti Egyptum í Farum. 29-27 fyrir Íslandi.

Markahæstu menn hjá Íslandi voru Guðjón Valur Sigurðsson með 8 mörk, Patrekur Jóhannesson með 6 mörk, Ólafur Stefánsson með 6 mörk en hann var tekinn úr umferð mest allan leikinn og loks Jaliesky Garcia með 3 mörk.

Guðmundur Hrafnkellsson var án efa besti maður Íslenska landsliðsins með 20 skot varinn.

Íslenska landsliði lenti í 2 sæti á þessu 4 liða móti en Svíar voru efstir með fullt hús stiga, eða 6 stig, Danir komu svo í 3.sæti með 2 stig og egyptar ráku lestina með 0 stig.

Núna er aðeins 1 vika í EM í Slóveníu og eru Íslendingar með Tékklandi, Ungverjalandi og Heimamönnum Slóvenum í riðli.

Kv.LDjonnson

P.s. <b>Áfram Ísland.</b>

Upplýsingar fengnar af:
<a href="http://www.mbl.is/“> mbl.is </a>
<a href=”http://www.handbolti.is“> handbolti.is </a>
<a href=”http://hsi.is"> hsi.is </a
Lallz