Æji, leiðinlegt að heyra fólk tala svona um Ungverja, ég held að við getum verið nokkuð viss um að þeir verði erfiðir. Slóvenar verða sko langt því frá að vera auðveldir, á heimavelli, og handboltinn þar á mikilli uppleið.
Aftur á móti erum við, að mínu viti svolítið óskrifað númer. Nokkur spurningarmerki þar, sem gætu vel fallið með okkur á stórmótinu, og þá yrði árangur okkar góður. Án þeirra, verðum við í svona 6-8 sæti, þar um bil. Stóra spurningin er náttúrulega, mun markverslan vinna með okkur. Mér persónulega finnst það ekki sjálgefið, þó mér finnist það mjög líklegt. Án hennar munum við ekki fá þau hraðaupphlaup sem við þurfum að fá, og án þeirra er þetta íslenska lið ekki gífurlega sterkt. Svo er náttúrulega spurning hvernig Fúsi og rúnki ná saman, og hvernig Gunnar Berg, og Garcia koma svo til með að leysa þristana í 6-0 vörn okkar, ef þeim tekst það vel upp, eins og mér sýnist allt benda til, höfum við eitthvað til að byggja á.
Út frá því getum við farið að spá í sóknarleiknum, og hraðaupphlaupunum. Þar hefur okkar veikihlekkur verið vinstri skyttan, og hugsanlega hægra hornið. Við erum með 3 menn í þessum 16. manna hóp sem geta leyst hægra hornið, engan yfirburðarmann í þá stöðu, en nokkra ágæta kosti, og ef Einar Örn finnur sitt gamla form, þá verðum við ekki í neinum vandræðum þar. Svo er það náttúrulega þessi sígildi vinstri bakk. Patrekur hefur ekki alveg verið uppá sitt besta, og Garcia er enn að spilast inní þetta. Þeir tveir mynda ágætis mótvægi við hvorn annan, þar sem Garcia virkar vel á 5-1 sem eru ekki aggresivar, og 6-0 vörnum, meðan patti kemur sterkur inn þegar varnirnar eru komnar framar. Svo er Dagur spurningarmerki þó ég sjái hann ekki sem fyrsta kost fram yfir þá, sérstaklega þegar hann er búinn að vera meiddur, en aldrei að vita nema Guðmundur geri það.
Við höfum ágætis flóru af miðjumönnum, ólíka spilara sem geta leyst tiltekin hlutverk vel, Ragnar, Snorra, Patrek og Dag. Svo ég hef engar áhyggjur af þeirri stöðu. Línumannsstaðan er ein af betur mönnuðum stöðunum, þar höfum við Fúsa sem er heimklassa línumaður, og Róbertana 2 sem eru sterkir sóknarlega, en daprir varnarlega. Vinstra hornið er vel mannað, með Guðjón Val, sem er að mínu viti einn af 5 bestu mönnum í heiminum í þeirri stöðu, og svo hægri skyttuna Ólaf Stefánsson sem er heimsklassa leikmaður.
Ef allt gengur upp, er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að við náum fyrsta sæti. Það eru svona 6-7 þjóðir, þar sem allir geta unnið alla í rauninni, og í raun bara spurning um dagsform, meiðsli, og jafnvel dómara. Fyrir mér erum við í þeim pakka, og þó við myndum enda í 5-6 sæti, þarf það ekki endilega að tákna lélegan árangur.
Athyglisverður punktur hjá Maxium.
Slóvenarnir urðu í 5. sæti í EM árið 2000 þegar við vorum í 11. sæti og 12. sæti árið 2002. Þeir eru mjög sterkir á sínum heimavelli. Ungverjarnir eru með sterkt lið, en nokkuð óskrifað blað. Þeir hafa lítið getað EM 2002 og 2000 en voru í 6. sæti á EM 1998. Tékkarnir eru mjög sterkir, urðu í 8. sæti á EM 2002 og hafa verið að ná frábærum úrslitum í undirbúningsleikjum. Ekkert þessarra liða er það lélegt að við þurfum ekki að hafa fryir sigrinum. Við gætum tapað öllum þessum leikjum og unnið þá alla.
Ég er sammála Maxium að því leiti að ég tel vörnina og markvörsluna okkar helsta spurningamerki. Núna þegar Gunnar Berg og Heiðmar voru settur úr hópnum þá fatta ég ekki alveg hvernig vörnin okkar mun verða. Ég sé nokkra möguleika í stöðunni.
Möguleiki 1: Snorri Steinn, Guðjón Valur, Garcia/Fúsi, Rúnar, Fúsi/Garcia, Einar Örn
Þessi möguleiki er slæmur því að vinstra megin er vörnin verulega slök. Hún er góð að því leitinu að þá mundum við ekki þurfa að skipta út mikið milli sóknar og varnar. Fyrir utan Rúnar þá höfum við engann leikmann sem mun nánast bara í vörn. En það er sennilega bara í takt við breyttar áherslu í handboltanum.
Möguleiki 2: Guðjón Valur, Garcia, Fúsi, Rúnar, Ásgeir, Snorri Steinn/Dagur/Ragnar
Þessi möguleiki á við ef við sjáum að Einar sé búinn að tapa því og við gætum fórnað honum fyrir Ásgeir. Þarna er vörnin helvíti sterk en þetta er samt ansi langsótt. Ásgeir er frekar ungur strákur og einnig er ekkert sérlega sniðugt að hafa hann í sókninni.
Möguleiki 3:
Guðjón Valur, Garcia, Fúsi, Rúnar, Ólafur, Einar
Svona mun vörnin vera að einhverju leyti, það er alveg öruggt, en Óli getur ekki verið potturinn og pannan í sókninni og spilað vörn á sama tíma. En ef hann er í nógu góðu formi (sagt er að spænsk lið æfi mjög sjaldan og séu því í slöku formi) þá ætti þetta að ganga upp að ákveðnu marki.
Möguleiki 4:
Guðjón Valur
Snorri Steinn/Ragnar/Dagur, Garcia, Fúsi, Rúnar, Einar
Ég er alveg viss um að Gummi er eitthvað að spá í þessu 5-1 afbrigði. Sú staðreynd að Gunnar Berg og Heiðmar eru ekki í hópnum styrkir svolítið þennan möguleika. Þetta reyndar reynir ansi mikið á Guðjón Val og sú staðreynd að hann er eini vinstri hornamaður okkar segir kannski að Gummi mun ekki nota þetta svo mikið.
Það er gefið að Fúsi og Rúnar verða í miðjunni og Garcia vinstra megin við hlið þeirra og Guðjón Valur og Einar sem hornamenn í vörn. En hver verður hægra megin við Fúsa og Rúnar í 6-0 vörn? Og ef miðjumennirnir verða eitthvað í vörn geta þeir þá spilað á milli hornamanns og miðjunnar?
Sóknarleikurinn er minna vandamál. Þar höfum við besta sóknarmenn heims og einn allra besta vinstri hornamann í heimi. En til þess að sóknin gangi upp þá þarf vörnin og markvarslan að vera góð. Við fáum enginn hraðaupphlaup nema ef við vinnum boltann. Sum lið eru byrjuð að nota hraðaupphlaup þótt að andstæðingurinn hafi skorað. Þetta höfum við ekki nýtt okkur, ennþá, en við sjáum til hvað er að gerast í kollinum á Gumma og Einari.
0