Núna áðan (4.nóv) ákvað ég að fara á handboltaleik í 16 liða úrslitum. Liðin sem
áttust við voru FH2 og HK en dregið var svona en síðan var leikurinn látinn á
fimmtudaginnn næstkomandi þ.e. 6 nóv. En þar sem HK menn eiga að spila
evrópuleik um helgina grátbáðu þeir FH-inga að samþykkja að láta færa leikinn
fram á við eða til þriðjudagsins 4. nóv. sem þeir gerðu eftir að HK samþyktu að
greiða öll gjöld sem mundu koma til vegna leiksins og þá fóru þeir náttúrlega
fram á að leikurinn færi fram í Digranesinu sem var loks samþykkt. En HSÍ segir
að FH hafi framselt heimaleikjaréttinn en ekki heimaleikinn sjálfann þannig að FH
strákar voru á heimavelli í Digranesinu en starfsmenn og dómarar leiksins virtu
þau orð að vettugi og skráður HK á heimavöll á skýrslu sem þýðir að FH hafi unnið
en það er nú ekki það sem ég ætla að röfla um heldur er það dómgæslan sem var
hroðaleg.

Lámark finnst mér að dómarar dæmi jafnt á bæði lið og virða algjör grundvallar
atriði eins og markmaður annars liðsins sem er markvörður núverandi
bikarmeistarar (HK), fái að sækja boltann fyrir utan teig og dripla með hann aftur
inn í teig. Tek það fram að þeir höfðu ekki flautað á neitt brot og þannig fynnst
mér að hann eigi að dæma línu. Eða hvað finnst ykkur? Og einnig ólöglegar
blokkeringar og vera fyrir innan línu í sókn sem er ekkert annað en lína á
sóknarliðið. Allavega eru reglurnar þannig er það annars ekki? Þótt að annað liðið
séu bikarmeistarar og hitt liðið er í utandeild og svona í léttu djóki, eða létt djók
þeir eru þó komnir í 16 liða úrslit eftir að hafa unnið í 32 liða úrslitum. Bekkurinn
hjá HK eins og spilandi leikmenn rifu kjaft við dómara sem er náttúrlega
óásættanlegt og mótmæla dómurum sem er óíþróttamannsleg framkoma og á
bara að reka út af fyrir svona og jafnvel upp í stúku fyrir sum orðin sem ég ætla
ekki að hafa eftir. Ég er ekki að röfla og segja að dómararnir hafi tekið sigurinn af
léttum og sprækum FH strákunum enda er HK miklu sterkari og margir FH
strákarnir hafa ekkert spilað síðan í 4 flokki þannig að HK hefðu hvort sem er
unnið. En hvað er HSÍ alveg að missa sig að senda dómara sem varla geta hlaupið,
titra allir þegar einhver af beknum eða úr stúkunni kalla á þá. Annar dómarinn
með gler í gleraugunum sínum á þykkt við spólu og að sjálfsögðu er ég að tala
um Steina (blinda) og síðan Ingmar sem dæmdi með honum.

Ég ætla að taka fram að ég er ekki FH-ingur heldur Haukari og ætla að taka það
fram enn og aftur að dómararnir tóku ekki sigur af neinum heldur dæmdu
hræðilega.