Jæja, núna er undirbúningstímabilið í fullum gangi og leikmanna hópar farnir að skýrast. Þá langar mig að skrifa um þetta eins og ég sé þetta fyrir mér. Ég sé fyrir mér að 3 lið verði ögn betri en öll hin, það er Valur, Ír og Haukar, svo sé ég fyrir mér að lið eins og KA, Stjarnan, sem er þó í mínum huga stórt spurningarmerki og hugsanlega Grótta/Kr gætu komið þar á eftir. En nánar um liðin skref fyrir skref.
Haukar: Núverandi Íslandsmeistarar. Hafa misst Bjarna, og Aron. Hafa ekki fengið neina menn í staðin að ég best veit, og ætla að nota unga stráka til að leysa þessa menn af. Spurning með Hauka. Þeir gætu farið langt á seiglunni, en það er eitthvað sem segir mér það, að þeir munu klikka þegar mest á reynir.
Spái þeim 1-2 sæti í deildarkeppninni.
Valur: Voru sterkir framan af tímabili, allt þangað til þeir misstu Bjarka Sig í meiðsli, þá má segja að leikur þeirra hafi hrunið út deildarkeppnina, en þeim tókst að hysja upp um sig brækurnar og duttu út fyrir ÍR ingum í hörkuspennandi fjórðungs úrslita leikjum. Þeir hafa misst Snorra Stein. Bætt við sig Heimi og Baldvini Þorsteinssyni, og hugsanlega Davíð. Heimir er betri alhliða handboltamaður en Snorri, en ég held að hann muni ekki nýtast Valsmönnum eins vel, þar sem Snorri var mjög ríkjandi í sóknarleik valsmanna á síðasta tímabili, og ég held að þar muni hann skilja eftir sig skarð sem Heimir muni ekki geta fyllt. Baldvin Þorsteinson myndi styrkja liðið frá því sem var, betri sóknarlega en Freyr, en ætli Freyr sé ekki ívið betri varnarlega séð. Sé samt ekki að Baldvin muni bæta sóknarleik Valsmanna til muna. Svo er enn eitt spurningarmerkið varðandi Val, nýr þjálfari, hvernig mun honum takast upp með liðið?
Mín spá 1-3 sæti.
ÍR: Voru líklegast spútnik lið síðasta vetur, og komu öllum á óvart, jafnvel sjálfum sér og komust í úrslitin á móti Haukum, þar sem Haukavélin valtaði yfir þá. Hafa misst 2 varamenn, Þorleif Björnsson og Kristin Björgúlfsson, en fengið í staðinn Hannes Stefánson. Eina spurningarmerkið er Ólafur Sigurjónsson, en einhverjar sögur hafa verið í gangi með að hann muni ekki spila með þeim. Að mínu mati er þetta lið sem er einu ári betra en það var í fyrra, reynslunni ríkari, og allt menn sem eiga eftir að toppa eftir nokkur ár, og eiga mikið inni. Ólafur gæti orðið stór biti að missa, en hann var að margra mati besti miðjumaður deildarinnar, ásamt Snorra stein. Svo eru báðir markmenn þeirra í meiðslum, og ekki alveg ljóst hvenar þeir verða tilbúnir, það er Hallgrímur Jónason og Hreiðar Guðmundsson. Held samt að þegar Hreiðar kemur inn, og ef Ólafur verður með að 100% hug, þá verði þetta lið sem gæti gert harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.
Mín spá: 1-3 sæti.
Stjarnan: Að mér skilst enginn farinn. Hafa bætt við sig 2 landsliðsmönnum sem eru komnir af toppi síns ferils, og verða þeir spilandi þjálfarar, það er Gústaf Bjarnason og Sigurður Bjarnason. Voru með slakari liðum seinasta tímabils, en voru kannski ástæður fyrir því, eins og Vilhjálmur lennti í meiðslum og spilaði ekki, og þess háttar. Voru samt að stela stigum og stigum, en þess á milli duttu þeir niður á mjög lágt plan. Gætu komið á óvart, en ég sé þá ekki komast upp fyrir ÍR, Hauka eða Val, þetta tímabilið allavega.
Mín spá 4-5 sæti.
KA: Hvað getur maður sagt. Eitt af þessum liðum. Virðist engu máli skipta hvað þeir missa mikið, og hvað þeir heita sem koma í staðinn. Það er alltaf eins andi í ka liðunum, og þeir gefast seint upp. Keyra mikið á ungnum strákum, sem urðu 2. flokks meistarar á seinasta tímabili. Ásamt því að hafa nokkra trausta punkta svona eins og Jónatan og Stelmokas. Held að þetta sé ekki þeirra ár, en það er bara spurning hvenar, en ekki hvort, þeira fara aftur í íslandsmeistara baráttuna.
Mín spá 4-5 sæti.
Grótta/KR: Hættir - Petterson, Danis Rusko, Alfreð finns, ásamt nokkrum óþekktari nöfnum. Komnir - Kristinn Björgúlfsson, Þorleifur Björnsson, Daði Hafþórsson, Hilmar Þórlindsson, Oleg Titov og Gísli Guðmundsson. Held að þetta lið muni allavega ekki lenda í markmannsvandræðum, en ég held að það sé eina staðan sem sé svona nánast örugg. Skilst að Hilmar eigi við meiðsli að stríða. Hafa möguleika á ágætis byrjunarliði, en ég held að þetta sé klassa lélegra lið, en liðin fyrir ofan. Titov er held ég útbrunnin. Daði sýndi ekkert seinasta vetur, og Kristinn er ekki endilega tilbúinn til að vera leikstjórnandi í topp liði. Held að þetta sé lið sem hafi ekki möguleika á betri árangri en það að vera berjast um sæti í úrslita keppninni.
Mín spá: 6-9 sæti
FH: Hafa misst Björgvin Rúnarson, en fengið Valgarð og Pálma nokkurn Hlöðverson, sem ég hef ekki minnstu hugmynd um hver sé. Svo sem ágætis lið, en það er eitthvað sem vantar. Líklegast vantar bara einhvern sem getur hjálpað loga, en hann er tæplegast nógu góður til að vera eini maðurinn í sínum klassa í þessu liði. Sá 2 leiki með þeim síðastsa vetur, og þeir voru frekar slakir, vægast sagt í þeim leikjum. Síðan tók Þorbergur við þeim og þeir tóku sig á. Að mínu mati miðlings lið, með miðlingsþjálfara, sem verður í baráttu um úrslitasæti.
Mín spá: 6-9 sæti
HK: Hafa misst aðalmanninn undanfarinn ár, hann Garcia, og ekki fengið neinn sem mögulega gæti leyst hann af. Hafa fengið einhverja menn sem gætu aukið breiddina þeirra, en sé lítið í spilunum hjá HK og ætli þeir verði ekki bara um miðja deild. Held að Árni sé búinn að fá það úr þessum leikmönnum sem hann getur fengið, og þeir verði litlu betri en þeir voru seinasta tímabil. Er samt að mínu mati svona dæmigert bikar lið. En held að þeir muni ekki gera neinar rósir í deildarkeppninni.
Mín spá: 6-9 sæti
Fram: Líklegast það lið sem rétt svo tapaði hvað flestum leikjum á síðasta tímabili. Held samt að það sé enginn gæðastimpill á þá. Hafa að mínu mati ekki topp 1. deildar þjálfara, en þeir hafa svo sem ekki mannskapinn til að gera neinar gloríur svo það kannski skiptir ekki öllu. Voru að mínu mati betri en þeir sýndu í fyrra, en tæplegast nógu góðir til að velgja topp 3 liðunum undir uggum. Gætu þannig séð lennt hvar sem er í deildinni, en ég hugsa að þeir muni eiga aftur svipað tímabil og seinast og vera í baráttum um úrslita sæti.
Mín spá 6-9 sæti
Ákvað að skrifa bara um þau 9 lið sem ég held að verði efst, og muni spila í nýju “fyrstu deildinni”. Hugsanlega skrifa ég um hin liðin síðar, en það verður bara að koma í ljós.
Með bestu kveðju, og von um málefnaleg svör.