Patrekur Jóhannesson var dæmdur í keppnisbann eftir síðasta leik sinn með Tusem Essen í þýsku 1. deildinni í handbolta en hann hrækti í átt að dómaranum og í leik. Bannið kom í veg fyrir að Patrekur gæti gengið til liðs við Bidasoa nú í sumar, en hann gerði samning við félagið skömmu eftir áramót með það í huga að leika með því frá og með haustinu. Þýska handknattleikssambandið neitaði að skrifa upp á félagsskiptin sökum bannsins sem gilti til 24. nóvember. Patrekur og umboðsmaður hans, Gutschow, freistuðu þess að fá banninu hnekkt með því að fara með málið fyrir vinnuréttardómstól Þýskalands þar sem þeir töldu leikbannið stríða gegn lögum ESB um frjálst flæði vinnuafls.
Þetta sagði Patrekur:
“Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu enda tryggir hún að ég geti sinnt mínu starfi óhindrað hér eftir sem hingað til, þetta er algjör draumur,” sagði Patrekur en sambandið hafði meinað honum um félagaskipti til Bidasoa á Spáni á grundvelli þess að hann hefði ekki lokið við að taka út sex mánaða keppnisbann sem hann var dæmdur í á vormánuðum.
Kveðja kristinn18