Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson skrifaði í gærkvöldi, 19. júní, undir 2 ára samning við Gróttu/KR en Kristinn hefur spilað með ÍR allan sinn feril. Kristinn er 21 árs leikstjórnandi og mun hann styrkja lið Gróttu/KR verulega því sumir af lykilmönnunum eru farnir. Samningur Kristins við ÍR rann út í lok maí og því var hann laus allra mála hjá ÍR-ingum.

Á heimasíðunni hans Kristins, http://kiddibje.blogspot.com, talar hann um félagsskipti sín í Gróttu/KR og þetta sagði hann:

Þá er það komið á hreint að ég kem til með að spila í Inter-Milan búningi á næsta tímabili. Persónulega er ég mjög sáttur við þetta. Nýtt lið, nýtt umhverfi og nýjir félagar. Maður kemur auðvitað til með að sakna gömlu félaganna en ég hef ekki nokkra trú á að þeir hverfi. Það eru akkúrat engar líkur á að það gerist. Tímabilið kemur til með að byrja vel því að mér skilst að það verði heljarinnar BINDINDIS útilega um næstu helgi.



Kveðja kristinn18